Kaupþing
Og nú er ég semsagt að fara að vinna hjá Kaupþingi. Er reyndar búinn að vera að vinna hjá Kaupþingi banka hf. síðan í fyrra ef ég man rétt. Jújú, þetta er kannske svolítið skrýtið, en allar þessar nafnabreytingar eru skiljanlegar fyrir þá sem vilja. Og auglýsingabransamenn vita þetta örugglega betur en einhvern veginn held ég að kostnaðurinn við þessa breytingu sé ekkert ógurlegur, nokkrar heilsíðuauglýsingar, eitthvað í sjónvarpi, sem er hvort sem er bara ágætar auglýsingar á bankanum, og því ágætlega varið. En hvað veit ég, það er blessunarlega ekki mín deild.
Meira en nóg af vinnunni sjálfri, vinnufélagi minni H.Karl, var tekinn rækilega í gær á afmælinu, enginn vildi þýðast heimboð hans þegar hann um daginn var að reyna að fá vini sína í heimsókn, og á endanum var piltur orðinn verulega Grumpy McGrumpherson. Skýringin var auðvitað sú að frúin var búinn að skipuleggja óvænt afmælisteiti. Hann var ansi lengi að jafna sig eftir að hann kom heim til sín eftir smá skrepp með þeim fáu félögum sem höfðu viljað hitta hann og sá liðið. Hann fyrirgaf líka leiðindin fljótt!
<< Home