Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, januari 26, 2007

Platini

Mér líst vel á Platini sem forseta UEFA. Það er ágætt að fækka liðum niður í þrjú frá hverju landi í Meistaradeildinni. Og tilvitnunin í hann er fín "It is a game before a product, a sport before a market, a show before a business."
Sjáum svo til með restina.
Þegar ég hugsa aðeins um það þá er Platini ekki besti leikmaður sem ég hef séð, en samt tengi ég hann meira en flesta ef ekki alla af hinum betri við fagran leik. Frakkland á miðjum níunda áratugnum er einhver flottasti bolti sem hefur sést og Skytturnar fjórar (Giresse, Tigana, Fernandez og Platini) lifa enn í minningunni. Það er vonandi að sami andi svífi nú yfir UEFA vötnunum.

Labels: