Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 19, 2008

Verði úr verki og Lehrer live

Ætla að reyna að láta verða eitthvað úr verki þessa helgina, setja myndir á vef, fikta aðeins í vefsíðunni minni, taka til í bókabúnkum og fleira smálegt. En í eftirmiðdaginn verður haldið á Glaumbar að sjá United, og ég er fjarri því jafn sigurviss og sumir. Í kvöld er Berserkjakvöld en ég lofa sjálfum mér rólegheitum því það er dagur eftir þennan, ekki ólíklegt að ég sjái mér fært að skreppa í vinnuna eftir hádegi á morgun, nóg að er að gera.
Annars er aðalástæðan fyrir að nenna að blogga er að koma Tom Lehrer enn á framfæri, fann 12 myndbönd á YouTube af honum á tónleikum sirka 1960. Gullmolar!. Öll myndböndin má finna á þessari síðu, en hér fyrir neðan er fagurt lag um endalokin. Þarna má finna eitthvað það magnasta rím sem um getur, einskist er svifist!

Síðan bendi ég á önnur live myndskeið af honum á YouTube sem vert er að skoða: I got it from Agnes og auðvitað hringitónninn minn, vorboðinn ljúfi, Poisoning Pigeons in the Park

Labels: ,