Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, april 16, 2008

Hæð

Það var fermingarveisla í föðurfjölskyldunni á sunnudaginn, árlegur viðburður þar, en oftast bara ein, góð dreifing. Núna er ég því enn og aftur orðinn *næst* lægsti fermdi karlmaðurinn í fjölskyldunni. Mér er til efs að meðalhæð karlkynsafkomanda föður míns sé mikið undir einnogníutíu, við erum fjórir og svo sá nýfermdi sem erum undir 185 held ég. Fermingarbarnið frá í fyrra gnæfir nú yfir mig, og þess verður ekki langt að bíða að sá nýfermdi taki frammúr, hann er byrjaður á sprettinum og eldri bróðir hans er um 2 metrar. Þannig að þessar veislur vekja alltaf minnimáttarkennd. Bókstaflega.
Frægasti stuðningsmaður Luton á Íslandi bloggar um fall Luton og er eðlilega kokhraustur um að það sé gott að halda með litlu liðunum. Sem stuðningsmaður stórvelda bæði í Englandi og á Íslandi (þó það síðarnefnda hafi jú reyndar verið í smá síðdegislúr síðustu ár) þekki ég það ekki alveg, finnst mér gráupplagt að benda á þessa frétt: Aldershot kemst á ný í deildakeppnina. Næsti stórviðburður er síðan þegar AFC Wimbledon lumbrar á Milton Keynes Dons, þó að ekki gangi allt sem skyldi í vetur til að flýta fyrir því, og gæti verið að fyrr komi innrás FCUM í deildakeppnina. Stuðningur snýst um meira en áskrift að Sky, nefnilega.

Labels: ,