Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, januari 31, 2003

Það lá að. Nú er hún horfin alveg. En ég var framsýnn og geymdi hana. Eftirfarandi var fært mánudaginn 27. sl.:
Það hefur verið nóg að gera í vinnunni, en ekki þó svo að ég hafi ekki getað notið góðs gengis United og landsliðsins.
Ég fór á opið hús á Barnaspítalanum í gær og þótti mikið gaman að sjá hvað aðstaðan er góð. Þegar ég var í 2-3 skipti á barnaspítalanum í denn, nokkrar vikur í senn var staffið frábært (sér í lagi létu þó gangastúlkurnar sér annt um okkur, kannske meiri tími) en aðstaðan þröng og erfið. Þetta verður allt annað. Börn og unglingar eiga mun erfiðara með spítalavist en fullorðnir, þó þetta sé alltaf leiðinlegt og eiga því skilið aðeins betri aðstöðu. Sérstaklega var gott að sjá stórt leikherbergi þeirra yngri og að að unglingar fá sér setustofu. Ég óska Barnaspítala Hringsins velfarnaðar.
Ég er kominn svolítið á veg með þessar 10 bækur sem ég fékk um daginn. Einhver bið á að ég lesi allar, enda m.a. þrjár bækur úr History of Middle Earth (líka þekkt sem Christopher Tolkien gefur út allt sem pabbi hripaði, líka innkaupamiða) Þetta eru bækur sem ég las á safninu fyrir margt löngu og var því aldrei búinn að kaupa í safnið. Datt líka inn í plötubúðir á laugardag. Er búinn að vera að ætla að kaupa plötur í soltinn tíma en alltaf fundið afsökun fyrir að kaupa ekki. Nema núna labbaði ég út með Sigur Rós, Heru, Suede og Avril Lavigne. Og bæti kannske við fljótlega.
Lest þú SF? Tékkaðu þá á Ken McLeod. Klikkar ekki.