Ekki stríð, ekki núna
Það er ekki oft sem ég sé ástæðu til að taka mér mótmælastöðu en í gær var kominn tími til. Rök þau sem sett hafa verið fram til að reyna að réttlæta að nú sé tíminn til að sprengja upp Írak með því mannfalli óbreyttra borgara sem fylgir eru hvergi nærri sannfærandi. Ekki þar fyrir að ég yrði mjög ánægður ef Saddam yrði komið frá, en efast um að dúkkustjórn bandamanna yrði mikið betri. Mannréttindabrot bandamanna í Írak eru nefnilega þó nokkur í gegnum tíðina og síðustu 12 ár. Írak er fjarri því eina ríkið þar sem geysileg mannréttindabrot eru framin en ekki þykir ástæða til sömu aðgerða
Það voru auðvitað margir af þeims sem fyrir fundinum stóðu sem eru á móti hlutum eins og kapítalisma, sér í lagi bandarísku útgáfunni, og með skoðanir á ástandinu í Mið-Austurlöndum sem ég er ekki sammála. Ég er samnt ekki frá því að einhver hópur fólks hafi verið þarna á sömu forsendum og ég, þ.e.a.s. stríð er ekki útilokað ef nauðsyn er, Saddam er ógnvaldur, mun verri en Georg Tvöfaltvaff Runni, o.s.frv. Því væri gott ef koma á aftur svona mótmælum að forsvarsmenn hugsuðu sinn gang og gerðu þau aðgengilegri fyrir þau sem hugsa líkt og ég, en gátu ekki hugsað sér að mæta á fund þar sem gerð eru hróp að lýðræðislega kjörnum forseta BNA. Sem hann nú er, eins og reyndar einn ræðumanna benti á. Slík áherslubreyting myndi fjölfalda aðsókn, líkt og sást í London.
Ég er alltaf seinn til að krota í bloggið mitt og í annað skipti þetta árið ætla ég að vísa í vin minn af Usenet (ekki þann sama og síðast þó.) Peter Ellis skrifar langa og ítarlega grein um hvað honum finnist að stríðstalinu. Fyrir þá sem ekki nenna að lesa þetta vil ég aðeins nefna punkta eins og "Not only that, but we are being asked to believe this "evidence" when very similar evidence was provably fabricated before the previous Gulf War."; "Iraq is a target way down the list in any sensible analysis of the terrorist threat. Iraq is also in no wise the worst offender in terms of proliferation of WMD."; "How does Iraqi suppression of the Kurdish independence movement suddenly turn out to be "more evil" than when the Turks do the same? "; "How is Iraqi suppression of free speech "more evil" than the same in Burma, in Tibet, in East Timor?" (quotes from here)
<< Home