Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, mei 17, 2004

Alistair Cooke var snillingur

Vá.
Hef alltaf haft hugmynd um hver Cooke væri, og alltaf af og til hefur news.bbc ýtt honum að mér. Í vetur var hann alloft í fréttum ekki síst þegar hann sleppti í fyrsta sinn í áraraðir að flytja vikulegan útvarpsþátt sinn 'Letter from America' vegna veikinda. Enda lést hann aðeins 2-3 vikum síðar.
Sumsé í yfir fimmtíu ár flutti þessi ensk fæddi Bandaríkjamaður Bretum vikulegan útvarpsþátt um lífið í Bandaríkjunum og fræddi þá um hvernig Bandaríkin væru í raun og veru, að færa breskum almenningi mynd af Bandaríkjunum sem bíómyndir sýna ekki. Allir eru sammála um honum hafi tekist snilldarlega upp.
Ekki sístur hluti þessa æviverks var sjónvarpsþáttaröð hans frá 1973, America.
Eins og sést á tenglinum hér á undan er BBC Four nú að sýna þessa þætti. Fyrir 40 mínútum, var ég að rásarölta og sé þá mynd af Manhattan, og textann 'America'. Ég hélt mig strax vita hvað væri á seyði og hef ekki verið heppnari í aðra tíð. Þetta var fyrsta mínútan á fyrsta þættinum. Ég hef verið að horfa á Cooke fjalla um haust í Vermont, lífið í New Orleans á 4. áratugnum, Mayo klínikina, San Fransisco og nú H.L. Mencken. Mánudagar frá 6.10 til 7 eru nú fráteknir næstu 13 vikurnar þar sem við verður komið.
Á 'Letter from America' vef BBC er hægt að hlusta á nokkra bestu útvarpsþættina. Hlustið.