Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, juni 22, 2004

Nýtt leikfang og MR myndir

Var búinn að lofa mér nýju leikfangi þegar ég væri búinn að hreinsa til í tölvuhýðinu, og fékk mér nýjan Epson 1670 Photo skanna í gær. Átti einu sinni gamlan leiðinda SCSI skanna sem var hægur og leiðinlegur, og henti honum þegar ég flutti. Var því búinn að skanna mest af myndunum sem ég tók áður en ég fór að fá myndir á CD en skannaði tvær skemmtilegar í gær. Annars vegar er það fótboltalið MR sirka 1928-9 og svo er það mynd af gamla fjórða bekknum mínum í MR. Ekki viss um að allir bekkjarfélagar mínir þakki mér fyrir þá síðarnefndu :)
Fyrir þá sem ekki þekkja okkur, þá erum við pabbi þessir með hárið í öftustu röð!