Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, oktober 11, 2004

Ekkert að skehe

Nothing to report. Ætlaði að skrifa eitthvað um hvað ég væri gleyminn og myndi varla eftir bekkjarfélögum á Hvolsvelli (nema bestu vinunum) og þaðanafsíður miklu eldra fólki úr öðrum sveitarfélögum, en, nennti því ekki :-)
Byrjaði á smá prójekti um helgina. Vona að mér haldist vel að verki við það, það er lúmskt gaman. Ég ætlaði að fara í endurhanna spjalllúkkið á víking.info, en kom mér ekki í það alveg, samt búinn að sjá út hvernig ég fer að.
Annars leið helgin bara svona ósköp lúnlega áfram við lestur og dúll. Næstum búinn að horfa á 4. seríuna af B4 á DVD. Þetta eru þvílíkt snilldarþættir.
Úps. Man núna. Gleymdi að vinna ítölsku heimavinnuna... tonight, tonight... enda er ég með gesti í mat á morgun, lítil ítalska þá.
En það er kominn tími til að haska sér í vinnuna. Hef alltaf ekki viljað vera að bloggfæra á þessum tíma dags þó henti þokkalega þegar ég er að græa morguntölvuverkin áður en ég fer í vinnuna. Það er nebblega ekki mjög fínt í nördheimum að vera svona svakaleg A persóna og ég ekki viljað koma út úr skápnum með það með risa bloggfærslum kl 6.30 :)