Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, juli 06, 2005

Bráður skortur á skopskyni í Vesturbænum

Af KR vefnum:
"Öruggir áfram, fögnum í Víkinni," stóð í dreifimiða sem Berserkir, stuðningsmenn Víkinga, báru í hús daginn fyrir leik. Árið 1949 auglýstu Víkingar "... klukkan 8.30 í kvöld verða Víkingar meistarar eftir 25 ára baráttu .." Það gekk heldur ekki eftir því Víkingar töpuðu fyrir Val og KR varð meistari eftir sigur á Fram í aukaleik um titilinn. Víkingar þurftu að bíða í önnur 32 ár eftir titlinum.

Ójá. Þetta var nefnilega svo sambærilegt. Við félagarnir höfðum þó nokkuð fyrir því að hugsa upp fyndna og bjartsýna fyrirsögn sem ekki væri nokkur leið að taka alvarlega. Spilamennskan á mánudag fór nefnilega fram úr okkar björtustu vonum, þó að úrslitin hafi veri súr. En að reyna að ýja að því að þetta hafi verið vanmat eða grobb er bara svo stjarnfræðilega fyndið. Ef það er eitthvað sem Víkingar kunna ekki þá er það bjartsýni.