Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juli 09, 2005

Stóra enska íþróttaspurningin.

Eftir að London fékk Ólympíuleikana, Gerrard ákvað að vera áfram (næsta árið) og Alsvartir rúlluðu upp bresku og írsku ljónunum 21-3, 48-18 og 38-19 núna í morgun (svo er bara að vona að þeir haldi sér í formi fram að HM'07, Daniel Carter!!!vúaaah!) þá er bara ein spurning eftir sem brennur á enskum íþróttaunnendum:
Thorpe eða Pietersen.
Thorpe er búinn að vera meginstoð Englendinga í gegnum árin, þykkt og þunnt og oftar en ekki verið eini stjörn kylfingurinn þeirra en er núna að nálgast efri ár, er þó eins og þarna kemur fram í fantaformi þó oft sé spurning um heilsuna.
Pietersen er á hinn bóginn nýja eins dags stjarnan, rústaði Suður-Afríku í vetur, átti þrusu innu (inna (kvk) þýðing á enska orðinu 'innings') fyrr í sumar gegn Áströlum en fékk ekki að komast að á fimmtudaginn þegar England rúllaði yfir Ástrali án þess að missa nema eina vikku.
Nassar Hussain, fyrrum fyrirliði Englands, benti á hið augljósa þegar hann sagði á fimmtudaginn að við kæmumst að því einhvern tímann næsta árið hvort Pietersen ætti erindi í fimmdaga landsliðið. En það er ekki málið, spurningin er hér og nú.
Til að gera þetta allt flóknara þá verður þetta mest spennandi Öskusería í mörg mörg ár. England er með besta lið sem ég man eftir, kastarar á heimsmælikvarða og hver þrusukylfinginn á fætur öðrum og Thorpe á fullt erindi þar inn. Ef hann er heill.
Það er bara eitt atriði sem gerir útslagið fyrir mig að ég vil sjá Pietersen koma inn, a.m.k. í öðrum leik. Hann er Suður-afrískur. Ef hann væri þvottekta Tjalli er auðvelt að sjá fyrir sér svona Henman dæmi, bjarta enska vonin kemur, sér og gerir í brækur. En þannig bara verður það ekki með Pietersen, hann er ekki búinn að vera nema nokkur ár í Englandi, ekki nóg til að átta sig á að enska leiðin er lúser-hetjan.
Nema nátt'lega stöku menn eins og Ian Botham.
Eins dags leikur á morgun og svo byrjar alvaran 21. júlí.