Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 18, 2005

Framhald af framhaldi...

-- ég var greinilega of duglegur að skrifa í morgun --
Ein spurning: Ef þú ert í kaloríuaðhaldi og valið stendur milli minnstu flaskna af KristalPlús og kóki, hvort velurðu? Svar: Hvorug. KP inniheldur helming kaloría sem eru í kóki og þar sem valið er milli hálfslíters af hinu fyrrnefnda og 25cl af hinu, þá er þetta jafnslæmt. Haltu þig við vatnið, Kristal (mínus?) eða Topp.
Svo verð ég auðvitað að minnast á fávitana sem halda að þeir geti bannað mér að benda á sig. Er ekki réttara fyrir þá að reyna að afla goodwill frekar en að vera eins og nöldrandi idjótar. Bæðevei "Að stuðla að samræmingu útgáfumála á myndefni til hagsmuna fyrir neytendur." þýðir væntanlega að passa að við fáum ekki að sjá neitt fyrr en þeim sýnist, td. með Regional Settings á diskum. æjæja.
Það er hressandi og gott að fá sér skyrdrykk, tómata og gulrætur í morgunverð. Ég er dottinn úr toppsætinu í keppninni í vinnunni eftir Englandsferðina. Það tekur á að sitja heilan dag á krikketleik og þamba... fljótandi brauð. En það eru sex vikur eftir og það er nóg úthald hér.
Og eftir þessa maraþonfærslu geta þeir sem ásaka mig um aumingjablogg farið að hafa sig hæg. Sér í lagi þau sem ekki blogga sjálf!
e.s. Vesen sem þetta hefur verið á blogger... en leikurinn var allt í lagi, United var betra en ég sætti mig alveg við núllnúll á Annfailed.
ee.s. Bloggerdrasl... Fór austur með mömmu í tilefni dagsins, pabbi hefði orðið 96. Settum niður haustlauka og heimsóttum gamla vini.