Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 29, 2006

Úff

Klæddi mig í dag og er búinn að hanga fyrir framan sjónvarpið. Snókerinn er sýnu skemmtilegri en fótboltinn. Skelfilegt að klára sísonið með svona tapi gegn meisturunum. Ekki það, þeir hafa verið betri í vetur, enda United átt í skelfilegum vandræðum. Þetta var bara óþarfi.
En þetta er sem sagt í fyrsta skiptið síðan á föstudag fyrir viku að ég ligg ekki í bælinu allan daginn. Er enn með hita, smá hálsbólgu og kvef. Ég ætla aldrei aftur að kalla tveggja daga slæmsku 'flensu'. Aldrei. Vona ég verði orðinn vinnufær á þriðjudaginn.