Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, juli 13, 2006

Smá skoðun.

BREYTING kl 16:37 : Búið er að breyta síðunni sem vísað er í hér að neðan og er núverandi texti miklum mun betri og síðunni sæmandi. Bent er á að lönd með óstöðugt stjórnarfar eða lélega efnahagsstjórn eru alla jafna með kauphallir sem hafa óvirkar heimasíður.
Ákveð samt að taka ekki færslun að neðan alveg út.
-------
Hver skyldi vera stjórnmálaskoðun þess starfsmanns Vefmiðlunar ehf sem setti þetta inn á fróðleikssíðu nýja viðskiptavefsins þeirra, m5.is:
Athygli vekur þó að lönd sem lent hafa í stjórnarbyltingum sósíalista undanfarið eru í flestum tilvikum með óvirkar heimasíður enda verðbólga í viðkomandi löndum oft yfir 1000% og verðbréfamarkaður hruninn að mestu. Dæmi um slíkt land er Simbabve.
Ekki það að ég efist um að kauphöll Simbabwe sé óstarfhæf, og vissulega er tenglalistinn á m5langur þannig að safnari tenglanna hefur eflaust tekið eftir ýmsu, en ég er ekki viss um að viðskiptavefur eigi að vera pólitískur í eðli sínu. Ég man reyndar ekki eftir mörgum stjórnarbyltingum sósíalista í heiminum undanfarið, endilega fræðið mig um þær. Myndi heldur ekki telja Simbabve gott dæmi um stjórnarbyltingu. En ég sé allavega ekki hvaða máli þetta skiptir þegar talað er um erlendar kauphallir, væntanlega ekki ofarlega á áhugalista íslenskra fjárfest.
Ætli skríbentinn eigi jafn erfitt með sig þegar hann/hún fjallar um fyrirtæki hvers stjórnendur eru þeim ekki að skapi?
p.s. eitthvað finnst mér líka skrítið, ef þessi mikla vinna við söfnun tengla á erlendar kauphallir fór fram á Íslandi, að síðustu löndin í stafrófsröðinni eru Venesúela, Júgóslavía, Sambía og Simbabwe...
Vefurinn samt flottur að mörgu leyti.
p.p.s. Ah. Mikið ofboðslega er ég hissa. Eftir nokkuð vafr fann ég mynd af ritsjórn m5. Það skyldi þó ekki vera Friðbjörn Orri Ketilsson sem reit ofangreint?
Ligg annars í bælinu þriðja daginn í röð, er þó að koma til .