Sveitasæla
Nú skal haldið á vit sveitasælunnar (já, hættið að hlæja þið þarna í öftustu röð). Þar verður alvöru myrkur (fyrir utan útiljósin á bæjunum) þannig að vð vonumst eftir heiðskýrri nótt.
Annars verður þetta bara afslöppun, ég finn ekki regngallann, þannig að ég fer ekki í gönguferðina ætluðu ef það verður rigning. Það væri verra, enda eina áreynsla helgarinnar. Ef áreynslu skyldi kalla.
Held að það segi ýmislegt um vikuna að ég svaf í 11 tíma í nótt. Þess vegna er ég svolítið seinn á ferðinni.
<< Home