Skyldan
Það segir svosem ýmislegt um íþróttina að lið númer 1 í heiminum sigrar lið númer 22 108 - 13 í heimsmeistarakeppni. En skyldusigur á Portúgal er að baki og nú eru menn að hafa áhyggjur af því að Alsvartir séu ekki með nægilega sterka mótherja í riðlinum til að búa sig undir útsláttir. Og þó, Skotar eru eftir, og aldrei að vita nema að þeir veiti smá viðnám. Ástralir eru smátt og smátt að brjóta niður Wales á Þúsaldarvellinum í Cardiff og þó ekki sé það algert burst enn, þá held ég að Þríþjóðirnar séu rækilega að stimpla sig inn í þessa keppni.
Ferdinand í síðasta leik, Vidic núna. WTF? Er United hið nýja Arsenal? Nei ætli það, hef fulla trú að við finnum aftur okkar létta og skemmtilega leikstíl. Nóg eftir og núna er komið að Evrópukeppninni, Nani og Ronaldo heimsækja fornar slóðir í Lissabon á miðvikudaginn.
<< Home