Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, april 20, 2008

Squeaky bum time

Já, það marraði rækilega í afturendanum á barstólnum á Glaumbar í gær. Eins og ég sagði var ég stressaður fyrir, enda hefur líklega enginn markmaður átt jafnoft stórleiki gegn United og Brad Friedel. Þoli hann ekki! En bráðnauðsynlegt stigið hafðist og enn er þetta í okkar höndum. Sumsé (til að skýra færsluna ef ég les þetta eftir 5 ár) Blackburn 1 - United 1.
Nennti svo ekki á Berserkjakvöld í gær, tsjillaði heima. Svo er fólk að koma í mat á eftir, einfalt og indverskt er á dagskránni, ef ég sprengi ekki grillið í loft upp, þ.e.a.s.

Labels: , ,