Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, juni 12, 2008

Skróp

Skrópaði að spá í gær, ætlaði að endurskoða spána sem ég gerði fyrir keppni m.t.t. úrslita til þessa, en kom mér ekki að því, enda í útréttingum og missti svo af Tékklandi - Portúgal. Það er ekki hægt að segja að Sviss hafi verið sérlega óheppið í gær að tapa, hefði svo sem alveg getað farið betur, en liðið er ekki betra en þetta. Held að Tékkar taki Tyrki og komist áfram, þannig að riðillinn fari alveg eins og ég spáði.
Í kvöld detta hinir gestgjafarnir út, ætla samt að endurskoða þrjúnúll sigur Póllands niður í eitt núll, jafnvel gæti þetta orðið jafntefli, en það nægir hvorugum, a.m.k. ekki þegar upp er staðið. Síðan vinna Þjóðverjar verkamannasigur á Króötum, eitt núll líka.
Er annars einhver hissa á því núna að Scolari hafi ráðlagt Ronaldo að fara til Real? Upp komast svik um síðir og Ronaldo sér vonandi ráðleggingar Stóra Phil sem það sem þær eru, tilraun til að losna við hann úr ensku.
Annars er allt að ganga vel í stóra pallamálinu, var reyndar kannske aðeins of bjartsýnn um tíma, en þetta er allt að koma. Myndirnar eru á facebook, hendi einhverju inn á undo myndasíðurnar fljótlega.

Labels: , ,