Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, november 26, 2002

Helginni var eytt í Dyflinni. Nú veit ég ýmislegt um gerð Guinness og Jameson. Og líka hvar besta Guinness í Dublin, og þar með heiminum er að finna. En ég ætla ekki að segja þér það, því ég ætla ekki að hitta Íslendinga þar næst. Haha. Hahaha. Mwhahahaha! Og svo selur uppáhaldspöbbinn minn í Dublin ekki einusinni Guinness.
Náði því miður ekki að kaupa dót. Keypti eitthvað að lesa og horfa á, þó, og er næsta feginn að vinnustaður minn er gerólíkur The Office. Mér þótti mjög við hæfi að hafa keypt Father Ted safnið á Írlandi. Myndir úr ferðinni verða tengdar héðan síðar í dag.
Næstu stórmál á dagskrá:
 • Kaupa og púsla saman nýrri tölvu.
 • Tapa ekki veðmáli í vinnunni. Nánari fréttir 23. desember
 • Plana utanlandsferð. Já, bara eitthvað! Það er ekki hægt að næsta mögulega ferð sé ekki fyrr en í ágúst. Mögulegir áfangastaðir
  • Prag
  • Köben
  • London
  • Washington D.C.
  Sá á kvölina sem á völina