Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, februari 02, 2003

Aþena Hír Wí Komm.
Þetta sumsé hafðist á snarlega fínan hátt. Einhverntímann hefði þessi leikur komið þegar úrslitin skiptu ekki lengur máli í stórmóti. Eða hvað? Nú skilst mér að Júgóslavía ætli endanlega að skipta sér íþróttalega séð líka. Hefði annaðhvort Serbía eða Svartfjallaland erft sætið? Kannske bara einsgott við unnum til að einfalda málið. Og fyrst minnst er á það er rétt að taka örskamma þögn... takk til að minnast Júgóslavíu sem handboltalands. Hér þarf ekkert að vera blanda pólitik inn, eða því að Júgóslavía núna er auðvitað ekkert Júgóslavía eins og hún var áður, en þetta var alla vega í síðasta skipti sem við kepptum við landslið undir þessu nafni og leikir við þá hafa alltaf verið magnaðir.
Það eina sem ég vil segja um Columbiu, er að ég vona að þetta verði ekki til þess að mannkynið hörfi úr geimnum.
Fór í gærkveld á fyrsta Alumni dinner, eða nemendamót, University of Warwick hér á landi. Hin ágætasta skemmtun og vonandi að þetta endurtaki sig. Ágætar samræður við eðalfólk. Nú er bara spurning hvort ekki sé hægt að koma því sama á fyrir University of Strathclyde.
Ég hef alla jafna ekki blandað mér í umræður annarra íslenskra bloggara, enda held ég að lestur míns sé að mestu leyti úr öðrum áttum, en ég rakst á ummæli um sjálfan mig á bloggi rangláta dómarans (færsla miðvikudag 29.jan) þegar hann rifjar upp þegar Þjóðhagsstofnun, blessuð sé minning hennar, vann Áhaldahús Seltjarnarness og þar með sigur í Tveim með bjöllu spurningakeppni Górillunnar annað árið í röð. Það var ekki sérlega leiðinlegt. Félagi minn í liðinu var Eyþór Benediktsson. Mér er sem ég sæi mig nú fá frí í vinnu til að taka þátt í spurningakeppni...