Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, februari 22, 2003

Einn af stóru kostunum við að koma í vinnuna á laugardagsmorgun er sá að vinnan hefst hundraðfalt betur (Þetta er orðatiltæki. Ekki taka þetta bókstaflega. Já þú.) með Tom Lehrer í eyrunum. Hann er bara svo ljómandi hressandi þó að þjóðfélagsádeila hans sé milli 35 og 45 ára gömul. Það er meira segja hægt að hlusta á Rolf Harris og brosa útí annað yfir Excel föndri. Móðir mín er enn ekki búin að frétta af núverandi háralit mínum. Ég held ég þurfi að vara hana við áður en hún sér mig.
Bolton á hádegi. Eitt af því sem ég veit að ekki allir... eða reyndar fáir United stuðningsmenn hér á landi vita er hvernig stemmingin er á milli Bolton og United. Fyrir það fyrsta er Bolton smáborg nálægt Manchester og Salford þar sem United er nú staðsett er nálægasta hverfið. Þar af leiðandi er augljóst að Bolton lítur á United sem aðalandstæðing sinn. Hér um árið var Bolton alvörulið með Nat Lofthouse í broddi fylkingar og samkeppnin raunveruleg Þá var enn ekki komin alveg eins mikil grimmd milli stuðningsmanna liða. Síðan gerðist tvennt. München og Wembley. Eftir flugslysið og lát 8 leikmanna (í gær voru liðin 45 ár frá því að Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi) komst United í úrslit bikarkeppninnar á Wembley. Andstæðingurinn var Bolton. Lofthouse skoraði með að ryðja Gregg markverði í netið, meiða hann og Bolton vann 2-0. Síðan varð Bolton að algerum engum, en gat aldrei gleymt United og leit alltaf á þá sem sína andstæðinga þó það væri oftast Burnley sem væru nálægustu andstæðingar. Stuðningsblöð Bolton eru duglegust í að kalla okkur Munichs. Það eitt veldur því að ég mun aldrei líta á Bolton réttum augum, lít niður á þá og almennt eru þeir "beneath contempt". Megi þeir falla sem fyrst. Að líta á þá sem einhvern alvöru óvin er bara hlægilegt.
Þeir sem vilja bera þetta saman við álit mitt á KR missa af því að ég geri mér fulla grein fyrir því að núna eru Víkingar og KR ekki í neinni alvöru samkeppni. Þó að síðustu þrjátíu árin hafi þessi lið orðið Íslandsmeistarar jafn oft.