Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, februari 18, 2003

Höfundi forystugreinar Morgunblaðsins í gær þar sem þeim sem ekki vilja stríð við Írak á þeim forsendum sem Bandaríkjamenn og Bretar vilja stríð á við friðþægingarsinna á 4. áratug síðustu aldar væri hollar að læra sagnfræði. Annars nægir mér að benda á að Saddam var jú hent út úr Kúveit.
Annars er ekkert nýtt að frétta úr Bjarnarhýðinu. Norton eldveggurinn stendur sig eins og hetja við að hindra að nýja vélin mín komist á netið í gegnum hina. Koma tímar koma ráð. Mér tókst að koma mér í ítölskutíma í þetta sinnið og það var auðvitað vel þess virði. Ég er búinn að tryggja mér miða á Macbeth og hlakka til að sjá og heyra en hins vegar er ég ekki búinn að koma mér á Örlagasystur enn, og aðeins ein sýning eftir. Og fyrst við erum í menningarhorninu, varð ég mér úti um nýjustu bók Carl Hiaasen, sem er hvort tveggja fyndnasti sakamálahöfundur nútímans og ein beittasti pólitíski blaðamaður sem finnst. Og nóg er nú spillingin í Miami og Flórída fyrir hann að tala um, í báðum gervum sínum. Bókin er Basket Case.