Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, april 11, 2004

Ég vaknaður, páskaeggið í ísskápnum sem og birgðir af Atlanta-kaffeini, páskalambið í ísskápnum á Birkigrundinni, og allt í gúddí. Eftir sosum eins og klukkutíma verður eggið brotið og síðan vaðið í meiri tiltektir. Það er ljóst að ég þarf að kaupa mér bókaskáp. Ég skildi 10 hillna, 150cm breiða kiljuskápinn minn eftir á Reynimelnum þegar ég flutti, skv. ráði gamla trésmiðsins sem er ráðleggjandi nr 1 í þessu öllu. Honum þótti það frekar mikið spýturusl. Sé þó svolítið eftir honum. Þyrfti í raun tvo slíka meðfram öðrum veggnum í bókaherberginu, Billy er eiginlega of djúpur, þó að átta hillur í Billy gefi fína kiljuhæð. Einhvern tímann læt ég sérsmíða bókaskápa í allt húsið.
Er farinn að sjá að ég mun geta fengið af mér að gefa slatta af bókum. Listinn kemur eftir nokkra daga hér, slatti af því eru mis-úreltar hagfræðibækur. Látið hagfræði nördana í lífi ykkar vita svo þeir monitori bloggið. </Plögg>
Þú veist að þú þekkir mig ekki ef þú ert hissa á að ég sé vaknaður kl. 7 á páskadagsmorgun.