Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, april 12, 2004

Héðan úr Fossvogi er það í veðurfréttum að vorið er að koma. Fyrrverandi eigandi hefur verið með skaðræðislega græna fingur og ekki getað stillt sig um að setja niður haustlaukana þó að hún væri búin að selja. Nýt ég góðs af því.
Í athugasemd lesanda við síðasta þátt kemur fram að sá möguleiki er fyrir hendi að setja tvöfalda röð af kiljum í Billy. FELA BÆKUR!?! *skelkaður* Pervertismi...
Því miður er svo að þetta er reyndar þokkaleg 'raunheims' lausn. Ég beitti henni um tíma á Reynimelnum, en ætla að láta aðalbókaherbergið hér vera frekar 'heilagt', hafa bækur þar sem ég get alltaf gripið í. Hins vegar held ég að stóri fataskápurinn í gesta/bókageymslu/server-herberginu muni nýtast vel, held að þar sé hægt að koma eins og þrem röðum af bókum í hverja hillu. Svo er bara að muna hvað er hvað þegar maður vill t.a.m. detta í Christie/Cussler/Asprin/Koontz, en þau sýnast mér kandídatar í þennan skáp eins og stendur. Sá síðastnefndi stytti mér einmitt stundir hér fyrstu dagana án nets þegar ég hakkaði mig í gegnum nokkrar auðlesnar.
Búinn að tæma nokkra svarta poka í morgun, ýmist sett á sinn stað eða komið í rétt herbergi. Þetta er allt að koma, og ekki spillir að hafa iPod við heimilisstörfin. Eins gott samt að ég er ekki búinn að fá mér mini iPod, það virðist leiðindagalli á þeim, sjá umræður á iPodLounge. Það hryggir mig ef Apple er að lenda í vandræðum, þetta er nefnilega svo mikil snilldargræja.