Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, april 12, 2004

Sosum alveg ágætt að mæta aftur til vinnu eftir fínt frí. Alltaf nóg að gera...
Ekki-á-Voldumvej-núna kom, ég mallaði kjúlla í dollusósu (fín Sechzuan) og við horfðum á okkar menn merja Leicester með einu marki, ekki sannfærandi, en þrjú stig telja alltaf.
Pósturinn hefur gert mér lífið leitt. Ég fyllti út flutningstilkynningu fyrir 2 vikum, ekkert gerðist, ég emlaði á postur@postur og kvartaði og var sagt að Vesturbærinn hefði ekki neitt um þetta, fyllti út aftur, og áttaði mig svo á þegar fyrrum nágranni hringdi á miðvikudag að ég hafði ekki fengið neinn póst. Hún hafði tekið úr hólfinu, en í dag komst ég að því að allur póstur á Reynimel var sendur í Giljalandið, EN allur póstur í Giljalandið, þmt. sá áframsendi frá Reynimel var sendur ... á Reynimel. Þetta veftilkynninga dæmi ekki að gera sig!