Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 30, 2005

Vefarinn mikli

Er lengi búinn að gæla við að endurhanna Bjarnarhýðið og endurskrifa eitthvað af dótinu þar. Ætlaði að setja upp flott css og þess háttar. Gafst upp í gær á frumleika og ákvað bara að nýta mér Mr Moto Rising sem ég er með hér á blogginu. Potaði samt soltið rækilega í hönnunina og breytti aðeins, og tók síðan linkana mína í gegn, bætti við linkum á mínar síður og slatta af bloggurum. Núna er hýðið næstum eins í útliti og bloggið og lítur næstum út eins og þetta sé fullkomlega sami vefurinn. Ég endurskrifaði forsíðuna og sumar undirsíðuna.
Svo tók ég í gegn leslistann minn og setti inn það sem er í bunkanum, og slatta af því sem ég hef lesið síðan ég uppfærði síðast fyrir tveim árum.
Mér finnst þetta allt frekar flott :-D