Átaki lýkur.
Að morgni 24. ágúst var ég 79,9 kg, með 25,2% fitu, sem sé 20,1 kg af fitu. Núna er ég 71,5 kg, með 17,5% fitu, eða 12,5 fitukg. Ég hef misst 8,4 kg þ.a 7,6 fitukg og farið niður um 7,7 prósentustig. Brjóstin eru horfin, handföngin líka og maginn er næsta sléttur. Ég er að auki í besta formi lífsins.
Það er því góðar líkur á ég vinni Biggest Loser keppnina í vinnunni, síðasta mæling er í dag.
Verð að viðurkenna að ég er bara býsna stoltur. Þetta er búið að vera gott átak, er búinn að halda vel í mig í mataræði, ekki dottið í nammi eða gos eða snakk á tímabilinu en þó getað farið í einhverjar matarveislur og partý og ekki haft of miklar áhyggjur. Síðan er ég búinn að vera duglegur í ræktinni.
En í hádeginu verður það Stællinn :) og svo verður skipt yfir í uppbyggingarprógramm á mánudag. Vöðvar? Á mér? Hefði einhvern tímann þótt fréttnæmt...
<< Home