Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, oktober 27, 2005

Ég er vondur maður

Umræðan yfir á hinu blogginu vatt uppá sig og ég var ásakaður um útúrsnúninga og hvaðeina.
Allt af því að þó að ég hafi fulla samúð með láglaunafólki og styðji skatt- og bótakerfi sem styrkji þá sem lægst laun hafi og vilji þó nokkurn jöfnuð í landinu þá finnst mér það ekki góð röksemdafærsla að leikskólar séu fríir bara svo að allir geti átt sem mest af börnum. Það hljómar kannske voða kalt að segja: Ef þú hefur ekki efni á að eignast barn (fleiri börn), þá ættirðu kannske að íhuga að eignast ekki barn (fleiri börn).
En það er nú samt mín skoðun og ég er ekki að leggja til að barnabætur o.s.frv. verði lagðar niður.
Það er djöfull einkennilegt að vera alltaf af og til í vinnunni að rökræða við últra frjálshyggjumenn og reyna að tala máli jöfnuðar og lenda svo í rökræðum á netinu við fólk af hinum kantinum þó ekki jafn últra þeim megin sé. Og vera ýmist kallaður kommúnisti eða últra kapítalisti.
Líf hægrisinnaðra jafnaðarmanna með hagfræðimenntun er ekki alltaf dans á rósum!