Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, november 02, 2005

Fíkn

Hvað gerir maður þegar það eru 15 bækur á leslistanum? Jú. Pantar 13 í viðbót af amazon.co.uk.
Reyndar eru tvær þeirra kokkabækur og síðan eru 2 Donna Leon, 6 Robin Hobb og Dave Langford þar á meðal, allar auð- og fljótlesnar. En líka nýjasti Reynoldsinn og nýjasti Morganinn. Þær gætu verið trikkí. Stefni á að klára 5-7 af leslistanum fyrir og um helgina, það eru nokkrar sem ég er kominn langleiðina með. Samt svolítið erfitt að grípa síðustu bók í trílógíu þegar maður last fyrstu tvær fyrir 2-4 árum og er kominn hálfa leið í þessa en hefur ekki snert á henni í 6-9 mánuði. En samt gekk bara þokkalega.