Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 16, 2006

Úffeh

Ekki fór þessi fyrsta umferð vel. Víkingar töpuðu gegn slökum, en skárri, Fylkismönnum, lögðust saman eftir að fá á sig mark. Og öll liðin sem spáð var í neðri hlutanum unnu. Þetta gæti orðið strembið.
Annars er bara komið vor. Bjart á morgnana og fjör. Það stendur á skyr.is drykkjardollunum að þær eigi að hristast. Það er hvergi varað við að það megi ekki hrista eftir að þær hafi verið opnaðar. Það finnst mér galli. Spurning um að fara í mál? Mig gæti vantað nýtt lyklaborð.
Af hverju kemur það ekkert á óvart að Juve hafi óhreint mjöl í pokahorninu? Eða að Sleazio Berlusconi fari fyrstur manna að væla. Bara af því að hann var ekki hleraður...
Svo er ég aðeins að fá spennu fyrir HM. HM bloggið fer að fara af stað. Byrjar örugglega á því að slatti af HM tenglum fer þarna inn. Reyndar þarf ég að fara í brúðkaup í BNA um miðjan júní og missi úr nokkra daga, en það sorglega er að það er varla nokkur leikur þessa 6 daga sem er spennandi á pappírnum. Þannig er það. Svo slepp ég við að styðja KR fjárhaglega með að fara á KR - Víking.