Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, mei 27, 2006

Kosningar

Vaknaði tiltölulega seint (hálf níu) og þar sem heilsan var bara í góðu lagi þrátt fyrir smá viskísmökkun í gær (þar sem ég lærði líka að að steikja mjúkskeljarkrabba) dreif ég mig niður í vinnu til að sinna prófunum sem ég eiginlega hafði komið á aðra. Það tókst vel og ég fór heim og dreif mig í bestu fötin og rölti upp hæðina og í Breiðagerðisskóla og kaus. Mæli með að þið gerið slíkt hið sama.
Ákvað mig ekki endanlega fyrr en inni í klefa. Ég sé að aðrir frjálshyggnir félagshyggjumenn í bloggheimum hafa átt í svipuðum vandræðum og ég. (vill ekki einhver stofna flokk? plís?) En á endanum þarf alltaf að ákveða sig, hvort sem skilað er auðu, Samfylkingin er kosin eða Sjálfstæðisflokkurinn.. Mér tókst líka að ákveða mig. Það eina sem ég get fullyrt og var alltaf öruggt að það var ekki kross við F.
Núna ætla eg að eyða deginum í ekki neitt.
ps. Arnaldur er kominn í kilju. Var hún ekki frekar slök?