Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, mei 23, 2006

Mýktin mikla

Fékk kosningabækling exdé inn um lúguna. Og aldrei þessu vant last ég bleðilinn. Og vá. Ég grandskoðaði og leitaði, og það eina í honum sem jaðraði við frjálshyggju og áherslu á einkaframtak var að börn mættu velja um grunnskóla. Sem í sjálfu sér er ekki einu sinni loforð um einkarekstur. Mýktin er eins og í hlassi af sykurpúðum. Og sykurpúðalýsingin á reyndar við allar fallegu myndirnar af frambjóðendunum líka.
Einhvern veginn býður mig í grun að það verði ekki bara þessi bæklingur sem ráði för. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hægri menn í flokknum að mega ekki vera með í borgarpólitík nema bera huliðshjálm.