Mýktin mikla
Fékk kosningabækling exdé inn um lúguna. Og aldrei þessu vant last ég bleðilinn. Og vá. Ég grandskoðaði og leitaði, og það eina í honum sem jaðraði við frjálshyggju og áherslu á einkaframtak var að börn mættu velja um grunnskóla. Sem í sjálfu sér er ekki einu sinni loforð um einkarekstur. Mýktin er eins og í hlassi af sykurpúðum. Og sykurpúðalýsingin á reyndar við allar fallegu myndirnar af frambjóðendunum líka.
Einhvern veginn býður mig í grun að það verði ekki bara þessi bæklingur sem ráði för. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt fyrir hægri menn í flokknum að mega ekki vera með í borgarpólitík nema bera huliðshjálm.
<< Home