Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, januari 09, 2007

Græjur

Komið að græjubloggi. Jobs kynnti nýtt dót frá Apple áðan. Síðasta mál á dagskrá var iPhone. Lítur nokkuð vel út, kostar $499 fyrir 4gíg síma og $599 fyrir 8 gíg. Kemur til Evrópu í desember. Þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessum, enda á ég fínan síma sem spilar mússík án þess ég noti fídusinn og tvo iPodda.
Þar á undan var: Apple TV, eða iTV eins og það hét. Þokkalegir spekkar, 40gíg diskur og 720p upplausn. En á í harðri samkeppni við Netgear EVO 8000 sem er reyndar ekki með harðan disk en styður allt að 1080p. Ekki það ég sé með þannig sjónvarp, en hey... Ekki viss um að ég vilji nota iTunes til að indexa allar mínar myndir og sýnist að Netgear lofi þokkalega léttri leið í utanumhald. Gæti trúað að Netgear sé duglegra í að spila öll möguleg og ómöguleg form af mynd og hljóði.
Svo er líka hægt að nota Vista+Xbox360 í að streyma. Það skyldi þó aldrei verða lausnin?
Enda þetta á þessu myndbandi frá CES:

Sýnist þetta vera sama græjan og Gizmodo talar um hér. Vá. Mætti reyndar vera hærri upplausn í skjávarpanum en... sætt.

Labels: , , , ,