Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

woensdag, november 08, 2006

Win some, lose some

Það er bara staðreynd að United er bara ekki með betri mannskap en svo að ef 1-3 af bestu miðju og sóknarmönnunum eru ekki með, þá er þetta erfitt. Og það er eiginlega gott að vita að neðri deildar lið getur unnið stórlið. *hóst* Markmaðurinn átti stórleik og ég held að United hafi átti 15-20 skot á mark á móti þrem Southend. Frekar þarna en í deildinni segi ég bara, en þessir leikir í miðri viku mega alveg fara að fara betur
Á hinn bóginn er sigur í BNA þar sem hægri flokkurinn vinnur öfgahægriflokkinn. Góðar fréttir þar. Þegar þetta er skrifað er meira að segja séns á að Demmar taki öldungadeildina líka. Það væri fagurt.
Vikan næstum hálfnuð, hún mun enda vel, mjög vel.