Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, januari 08, 2007

Átak... vonandi

Síðustu tvo daga hefur snarminnkað verkurinn í síðunni. Það þýðir nátt'lega að afsökun fyrir gymm-leti er að hverfa. Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið æ ljósara að ákveðin mál eru í slæmum farvegi og þarf að bæta úr.
Í dag var svo tilkynnt hvenær árshátíðin yrði. Þannig að ég hef 10 vikur. Því er hafið átakið "Í smókinginn fyrir árshátíðina". Lykilatriði í því átaki sem þeim fyrri er nammi-, gos- og djönkfúdbindindi. Þá vitið þið það og getið gert grín að mér þegar ég spring. Þetta byrjar á morgun. Því þarf aðeins að taka til í ísskápnum í kvöld :) En ekkert hrikalegt samt.
Svo þarf maður að nota æfingakortið sitt, reyna að mæta á morgun.
Vikan er annars athygliverð græjulega séð, CES í Vegas og Apple með sýningu líka, strax komnar áhugaverðar græjur, en geymi það í næsta póst, enda er búið að kvarta undan bloggleti hjá mér.
Og svo ég fari að lokum yfir aðalmálin í þjóðfélaginu: Skaupið var fyndið, Cleese er góður (sér í lagi seinni auglýsingarnar, blaða og sjónvarps), nafnbreytingin gott mál (kostnaður líklega ekkert mikið meiri en fyrir venjulega herferð sem hvort sem er er alltaf tekin af og til (ekki að ég viti hann)) og gervi-auglýsingarnar fyndnar, nema hvað helst til pró-unnar. Hmm... Annars ekki alveg tölulega réttar, en ég læt öðrum um að fletta upp almennum yfirdráttarvöxtum hjá Kaupþingi og öðrum íslenskum bönkum. Sérlegir áhugamenn geta líka t.d. leitað að sams konar vöxtum hjá HSBC í Englandi og borið þetta allt saman við grunnvexti seðlabankanna. Það gæti reynst fróðlegt. Og sem hluthafa í Kaupþingi þá finnst mér eðlilegt að framkvæmdastjóra banka í Englandi séu greidd laun í samræmi við laun framkvæmdastjóra annarra banka í Englandi og komi engum við hvað hann gerir við sína peninga.
Þarf ég að taka fram að ég tuða þetta á eigin ábyrgð en ekki vinnuveitanda míns og hef engar innherja upplýsingar um neitt af ofangreindu, enda snertir mitt starf hvorki auglýsingar né viðskiptabankamál? Já líklega, það er fullt af fólki þarna úti sem langar að misskilja svona færslur. Þá er það sem sé framtekið.

Labels: ,