Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, september 16, 2007

Meira HM

Það eru fleiri HM í gangi, nú rétt í þessu voru Svarthettir að vinna Indland í fyrsta leiknum í milliriðlum í heimsmeistarakeppninni í tuttugu20 krikket, útgáfunni fyrir þá sem líður yfir þegar þeir heyra minnst á fimmdaga leiki og sofna yfir einsdags leikjum.
Svo var bara mynd í Mogga í dag úr England - Suður Afríku leiknum frá á föstudag, "Ekki fylgi sögunni" hvernig leikurinn fór, það kemur ekki á óvart að blaðamenn Morgunblaðsins kunni ekki að gúgla. Enda ekki í þeirra verkahring að miðla upplýsingum.
Keflavíkurferð á eftir. Taugarnar eru þandar.

Labels: , ,