Leikurinn í gærkvöld var náttúrulega hrein snilld. Að vinna Juve 3-0 á útivelli... Þrátt fyrir að Juventus vörnin hafi verið að gera snilldarmistök þá var sigurinn fullkomlega verðskuldaður. Ég fór aðeins fyrr úr ítölskutíma, kom heim, kveikti á sjónvarpinu og 6 sekúndum seinna skoraði Giggs fyrsta markið. Gat ekki verið betra.
Þeir sem horfðu á Andy Rooney í 60 mínútum á sunnudaginn geta lesið andsvar Molly Ivins og íhugað mannfallstölur úr seinni heimstyrjöld.
Er búin að bæta bloggi Diane Duane rithöfundar við hér vinstra megin. Stórskemmtilegur rithöfundur og mjög gaman að kynnast henni og eiginmanni hennar, Peter Morwood á síðustu Discworld ráðstefnu.
<< Home