Það er eitthvað mikið að í toppstykkinu þegar draumar manns snúast um að vera í innanhúsfótbolta, trompast þegar argentínskur samherji gefur á mótherjann Ricky Villa svo sá síðarnefndi geti skorað og aflað sér meiri peninga í efnahagskreppunni í Argentínu, og vera svo gráti nær þegar maður kemst að að annar samherji manns er hetjan manns (nei mér fannst það bara í draumnum!) hann Mick Channon væri með manni í liði??? Ef þetta hefði nú verið t.a.m. Bryan Robson... Og svo skoraði John Deehan sigurmarkið fyrir mitt lið.
Annars þetta með Ricky Villa er örugglega tilkomið vegna greinar sem ég sá um helgina sem líkti öðru marki Ryan Giggs móti Juve við mark Villa í bikarúrslitunum '81. Bæði góð mörk gerð frábær af slökum varnarleik og mikilvægi leiksins.
Afmælin um helgina voru fín. Svo var bollukaffi hjá mömmu á sunnudaginn. Þarna um helgina var ég að hitta gríska kærustu frænda míns í fyrsta sinn og frændann í fyrsta skipti í eitt hálft ár. Þau voru á landinu vegna afmælis mömmu hans. Við fórum að auki við fleira fólk á pöbbarölt á laugardagskvöld. Allt hið besta mál.
Annað sem gerðist um helgina nefni ég ekki að öðru leyti en því að ég veit fyrir víst að ekki eru allir Liverpool aðdáendur par ánægðir með að liðið þeirra skuli vera að spila Wimbledon bolta.
Komst að því í gær að ein mynd sem ég hef uppi á a.f.p. myndasíðunum mínum hafði verið sett inn í einhverjar umræður á vefnum, þótti fyndin mynd af nördum með lófatölvur og var notuð til að gera grín að einhverjum öðrum þessum ótengdum. Var helst til of mikið álag á vefinn minn...
<< Home