Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juni 26, 2004

Súrt og sætt

Súrt: Ég er að fá hálsbólgu. Hún byrjaði að gera vart við sig í afmælisveislunni í gær, þannig að ég var rólegri en ég planaði.
Sætt: Afmælisveislan var fín, náðum að skokka út á Victor og horfa á síðustu 10 mínúturnar af Frakkland-Grikkland. Næsta fyndin úrslit þar, en íslenska landsliðið getur lært af Grikkjum hvernig spila á fótbolta.
Síðan var snæddur prýðismatur, en ég hélt heim til fundar við te strax að mat loknum. Bæði sítrónu og kamillu fyrir svefninn til að reyna að berja á bólgunni. Sit nú og sötra sítrónute með hunangi í morgunsárið.