Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juni 26, 2004

Uppáhaldslög og bestu söngvarar síðustu aldar.

Fyrir mörgum árum bjó ég til safnkassettu sem hét Uppáhaldslögin 2. Af því að fyrir mörgummörgum árum varð til, jú, Uppáhaldslögin. Held að það að búa til bara *tvær* safnkassettur af diskum og plötum sé undir landsmeðaltali, en á sér ýmsar skýringar. Átti fyrir það fyrsta ekki stórt plötusafn og síðan voru uppáhaldslögin ekkert mikið fleiri á þeim tíma.
Í tiltektinni um daginn var ég kominn að kassettusafninu (góður slatti af útvarpsupptökum auðvitað) og tók þá til handargagns þessar tvær, og endurgerði þær sem spilunarlista í iTunes. 2 er næsta komplett, enda var ég þá alfarið kominn í diskana, en það eru nokkur göt í númer eitt. Á ekki einusinni plötuspilara núna til að húkka upp við tölvuna til að rippa. En alla vega.
Það eru nokkrar vikur síðann listinn varð til, en núna fyrst er ég að hlusta á hann. Það er eins og ég sé hræddur við að lögin séu ekki eins góð. Eða að ég haldi að mér finnist þau ekki eins góð. Eins og ég treysti ekki sjálfum mér. "Jú jú Bjössi þetta var ókei hér í denn en þú ýkir nú alltaf svo mikið fyrir sjálfum þér hvað allt sé gott"
Þvílíkt bull og vitleysa. Snilldarlög öll sem eitt. Samt tek ég eftir að sum lögin eru bara með fjórar stjörnur hjá mér. Það er auðvelt að leiðrétta.
Angi af þessu er að stundum tekst mér að sannfæra mig um að Queen séu eiginlega ekki besta hljómsveit allra tíma. Og spila þá ekki á iPoddnum mjög mikið. En auðvitað er það vitleysa. Þeir voru bestir, og lögin þeirra eru enn þau bestu.
Og þetta allt leiðir til einfaldrar staðhæfingar:
Freddie Mercury og Jussi Björling voru bestu söngvarar 20. aldarinnar.
Vona að einhverjir mæli gegn því í athugasemdum og leggi fram aðra kandídata, það fátt skemmtilegra en heilbrigð umræða. Ég hlakka til að taka þátt í þeim umræðum, og leggja fram sönnunargögn.