Sveitasæla og koffeineitrun
Brá mér í stutta ferð í Reykholtsdalinn í gær og kom aftur í morgun. Fór á aðalbláberjamó, en fengum lítið, mikið af ormum og lyngið brúnt, líklega legið of lítill snjór á í vetur.
Fór á bæi, og hafði gaman að enda langt síðan ég drattaðist upp eftir síðast. Ætla að láta skemur líða núna.
Fékk mér kaffivél á föstudaginn, sé fram á að deyja úr kaffieitrun í vikunni, enda þarf mikið að tilraunast. Hvernig á espressoið að vera? Tekst að búa til ristrettó? Hvernig verður kaffikremað? Hvaða mjólk er best í freyðinguna? Hvernig bragðast kaffi með sírópi? Og síðan: Getur verið að Lavazza sé ekki besta kaffið? Ætla að reyna að bjóða sem flestum í kaffi á næstunni til að taka þátt í þessu.
Glöggir lesendur munu sjá breytingu í tenglunum hér til hliðar. Ég á von á að frekari breytingar verði á flokknum Annað fljótlega, enda Voldumvejarar fluttir heim, og ég á von á að Borgarholtið verði að bankabloggi aftur innan ekki of langs tíma, þó ekki sé það KB bankablogg, því miður.
Gaupi er að lýsa United - Arsenal. Á ekki eftir að sakna lýsinganna hans.
<< Home