Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, juli 17, 2004

Sumar?!?

Smá hvíld frá að liggja útí garði... var að klára nýjustu Patriciu Cornwell bókina og þarf að skipta um bók. Cornwell ætla ég að afsaka með að ég var niðri í bæ á fimmtudag eftir ágætis kokteil í tilefni hæstaréttarlögmannsréttinda Guðjóns Ólafs Jónssonar, og datt í hug að fá mér smá froðu. Það voru mistök, ég get ekki mælt með Blow Fly, ekki einusinni spennandi.
Annars fátt að tjá sig um. Skrapp utar í götuna í gær og leysti ein tvö tölvumál 'litlu' frænkna minna og hlaut að launum grillað Bratwurst, yummy hvítvínsglas og Robert Johnson diskinn að láni. Tær snilld, sannur blús.
Virðist hressari. Hugsa að það sé líklega ofskynjun.