Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, september 04, 2004

Helgarpóstur

Helgarpóstur enn og aftur.
Vikan fór í að vinna, sofa og smá sósialiseringar. Stjúpdóttir móðursystur minnar var í heimsókn frá BNA, og ég bauð þeim hjónum og ekkju bróður hennar í kampavínsmóttöku í Giljalandið síðasta laugardag áður en haldið var í lundaveislu hjá mömmu og moster. Mmmm kampavín. Mmmm lundi.
Síðan var litla frænka með tveggja ára afmælisveisluna sína á sunnudaginn og frændi minn faðir hennar 30ogeitthvað ára á þriðjudaginn þannig að ég fór tvisvar á Marargötuna. Allt hið besta mál en ég vona að þessi helgi verði góð hvíldarhelgi, er nefnilega að fá útlendinga í heimsókn í þrjá daga í næstu viku...