Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, augustus 09, 2004

Gamlar hetjur

Eitt af því skemmtilega við litla Ísland er hvað við erum oft nálægt hetjununum okkar. Ég er að fá mér öryggiskerfi og hingað kom maður að kíkja á húsið og sjá hvað ég þyrfti. Þar var á ferðinni einn af leikmönnunum sem sáu til þess að ég sem 12-13 ára gutti fékk að fagna Íslandsmeistaratitlum tvö ár í röð, nokkuð sem bekkjarbræður mínir KR-ingarnir þurftu að bíða í nær 20 ár eftir. Víkingstreyjan var á glámbekk eftir gærdaginn þannig að það lá beint við að spjalla um boltann, gamla daga og nýja, enda bara þokkalegt að vera Víkingur í dag, þrátt fyrir falldraug. Við vorum síst lakari gegn FH í gær.
Kári Árnason er í 22 manna landsliðshóp. Ég vona heitt og innilega að hann fái það sem hann eigi skilið, þ.e.a.s. a.m.k. sæti á bekknum. Ef hann spilar er hann fyrsti landsliðsmaður Víkings í 12 ár, eftir því sem ég kemst næst.
Kaffireport, mjólkurdeild: G-mjólk auðvitað svínvirkar, léttmjólk ekki að gera sig. Fjörmjólkin virkaði vel með aerolatte-inu, á eftir að prófa með nýju vélinni. Nýmjólk ku vera ók, en verst á þessum tíma árs, sem kannske skýrir hví nýja mjólkin sem ég kom með úr sveitinni virkaði ekki. Þar fóru kenningar um að fitusprenging eyðilegði fyrir freyðingunni.