Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, februari 19, 2005

Grímuball

Spurt er: Hvenær viltu síst að frakkanum þínum sé st... sé tekinn í misgripum?
a) Ef hann er dýr
b) Ef bíllyklarnir þínir eru í honum
c) Ef húslyklarnir eru í honum. Og klukkan er 2 að nóttu.
d) Ef gleraugun þín eru í vasanum, af því að þú ert með grímu.
e) Allt af ofangreindu, nema hvað a-c skiptir ekki svo miklu máli því b: þú ert ekki á bíl og það eru til auka lyklar og c: frændi þinn í sömu götu er með auka húslykil.
18 ára frænku minni var frekar skemmt þegar ég kom að sækja lykilinn. Veit ekki hvort ég telst fyrirmyndar fyrirmynd. Reyndar var þetta nú ekki það slæmt að ég þyrfti að þiggja boð hennar um að fá stuðning upp tröppurnar heima.
Er núna búin að grafa upp gömlu gleraugun mín og er því sem næst lesfúnkerandi, þó það sé nú ekki alveg rétt resept. Skyldu tryggingar borga frakkann og gleraugun?
En það var sem sagt grímuball í gær, þrusugott partý. Blessuð hvíta andlitsmálning er enn að angra mig þrátt fyrir ítrekaðan þvott. Ekki samt alveg Goldfinger vandamál held ég.