Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, februari 05, 2005

Að sofna

Anna (sem ætti eiginlega að vera undir Ókunnugir sem ég stalka þarna hægra megin) minnist á hversu fljótt hún hafi sofnað. Á fimm mínútum.
Sem leiðir hugann að því að mér hefur í gegnum tíðina skilist af öðrum. að það þyki bara frekar snöggt. Í mínum haus telst hins vegar allt umfram fimm mínútur frá því ég skelli nefi í koddann óvenjulegt, og allt umfram 10-15 mínútur svefnleysisnótt. Þetta á ekki við ef ég reyni að sofna á bakinu. Ég get legið svefnlaus í hálftíma og síðan sofnað á 5 sekúndum ef ég sný mér á grúfu. Þetta hefur einmitt gert þessar augnfönduraðgerðir sem ég hef farið í af og til sérlega áhugaverðar. Þá þýðir ekkert að sofa á grúfu.
Mér dettur altíeinu í hug hvort að hér sé um dulda fóbíu sem stafar af því að hafa séð Fílamanninn 'at an impressionable age' eins og þar segir. En nei, annars, það var bara svo þægilegt þegar ég var alltaf með augnkompressuna hér í gamladaga að keyra hana ofan í koddann og hjálpa þennig til við að halda auganu lokuðu. Um. Nóg af augnlokadetails.
Ég get aftur á móti yfirleitt ekki 'lagt mig' og sá hæfileiki mágkonu minnar að taka dúr hvenær sem er er öfundsverður. Einu sinni sem gutti sat ég á gólfinu, horfði á sjónvarpið og var að tala við hana og áttaði mig ekki á því fyrr en hún var alveg hætt að ansa mér að hún hafði tekið sér hænublund sitjandi í sófanum.
Á móti kemur auðvitað að ég er óhugnanlega morgunhress.