Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, februari 26, 2005

Snúffelíum

Helgin er held ég alveg ágæt. Ekki spillir Arsenal jafnteflið áðan, það var skolli gaman að sjá minn ágæta vinnufélaga Ríkharð Daðason lýsa leiknum. Piltur fór vaxandi þegar á leið. Vona samt að hann haldi dagdjobbinu svona alla vega fyrst um sinn.
Heilsan fer síbatnandi eftir því sem líður á daginn. Getraunastemmingin í Víkinni var söm við sig. Alltaf sömu góðmennin þar. Í tilefni dagsins vafði ég upp rúllugardínunni í tölvuherberginu. Handvirkt. Þarf að lagfæra hana betur við tækifæri.
Myndir af grímuballinu er komnar í hús. Óperudraugurinn Ég var ekki frumlegur, dró fram Phantom grímuna mína og smókinginn. Það ætti að bjóða mér á frumsýninguna á bíómyndinni ;)
Ætti maður ekki annars að taka endanlega til fjármálin síðasta árs? Það er allt meira eða minna sorterað og á réttum stað er þarf kannske smáyfirferð. Væri fjör að þurfa ekki frest til tilbreytingar.
En ætli Tottingham sé ekki byrjað á Skjánum? Upp í leizíbójinn! Á meðan mallar þvottavélin og allt er í stakasta lagi.