Vosbúðartún
Þetta er búið að vera kannske aðeins rólegra en ég bjóst við um helgina, en engu minna skemmtilegt. Lenti í Boltameri síðla föstudags og var varla kominn á endanlegan áfangastað í Maríusveit þegar fólk fór að láta sjá sig í reyndar fámennt, en góðmennt og rólegt partí. Einhverjir mundu eftir mér frá síðastu viðkomu minni á svæðinu en ég verð að viðurkenna hriplekt minni sem fyrr, enda engar myndir frá þeim tíma til stöðugrar áminningar. Einhvern tímann í morgunsárið að íslenskum tíma gafst ég upp og fór í koju. Laugardagurinn fór í að keyra hér norður eftir og rölta upp á lítinn fjallstind. Þrjú saman með tvo hunda, annan blindan sem gerði þetta vissulega aðeins athyglisverðara. Um kvöldið var farið á klúbb og af ýmsum ástæðum var þetta sem fyrr segir, aðeins rólegra en búist var við, en engu minna skemmtilegt. Gærdagurinn var undirlagður af tæplega fjögurra tíma 'hádegisverði' sem fer beint á topptíu yfir eftirminnilega málsverði. Ekki síður eftirminnilegra var að taka í Z4 á sveitavegum Hreinmeyjarsveitar.
Njótið afgangsins af hvítasunnuhelginni, planið í dag er að skreppa niðrí Vosbúðartún, veifa Runnanum úr fjarlægð og steðja síðan í sendiráðið til að hefja hádegisverðarhitting. Eftirá gæti fundist tími til að skoða eitthvað safn eða þvíumlíkt. Í kvöld verður verður svo enn frekari vambarkýlingur.
<< Home