Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, september 20, 2005

Skóarinn

Fór með fimm pör af skóm til skóara í dag. Ætti ekki að þurfa að kaupa mér nýja skó fyrir veturinn.
SpHakkettí og hvítlauksbrauð er hreinasta dóp. Viðurstyggilega gott á bragðið. Náði samt að hafa helminginn græmmeti. Grænmeti og fiskur í hádeginu á morgun. Ekki það ég haldi að fiskurinn verði æðislega góður. Hef ekki eldað mat í fjórar vikur ef undan eru skilin matarboðin tvö. Skyr er það heillin.
Er með níu bækur í lestrarbunkanum, mislangt komnar. Gengur hægt með Strange og Norrell, þúsund blaðsíðna doðrant. Blóðlangar í að panta af amazon listanum mínum. Eitthvað auðlæsilegra.
Ítalska á morgun. Ég held ég sé búinn að gleyma öllu. Kannske ætti ég að glugga í A me, le guardie