Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 09, 2005

Kaffi

Hefði átt að vera búinn að þessu fyrir löngu. Breytti stillingunum á kaffivélinni í dag. Skrúfaði aðeins upp styrkinn og breytti vatnsmagninu þannig að takkarnir þrír gefa ekki lengur espressó/fleytifullan bolla/fulla könnu (sem ég hef aldrei notað fyrr en ég prófaði í gær). Núna er þetta ristrettó/espressó (aðeins rúmlega/tæpur venjulegur bolli. Held þetta gangi bara vel í framtíðinni. Hugsa að til að búa til cappucino sé samt best að hafa tvo espressóskammta, enda eru stóru bollarnir mínir frekar stórir.
Er búinn með bókina, næst þarf ég að taka Algebraistann föstum tökum.